10 HLUTIR SEM MIG LANGAR AÐ GERA ÁÐUR EN ÉG DEY !!!!!!!!!!

GrinJoyfulKissingMig langar að gera margt áður en ég dey og ég á mér marga drauma.

Pabbi minn sagði einu sinni við mig að ef mig langar að gera eitthvað í framtíðinni þá á ég að eltast við drauminn og láta hann rætast .Cool

1. Ég ætla að verða tónlistarmaður.Whistling

2. Mig angar að eignast fjölskyldu(mann og börn).InLove

3. Mig langar að verða ljósmyndari.Tounge

4. Mig langar að ferðast um heiminn.Grin

5. Mig langar að fara til Noregs í skóla.Wizard

6. Mig langar að menntast.Joyful

7. Ég ætla að læra margt Woundering

8. Mig langar að læra nokkur tungumál.Alien

9. Mig langar að verða Amma Kissing

10. Mig langar að deyja sem gömul kona sem hefur átt gott líf .Sleeping 


Jólin Mín 2009

Í jólafríinu mínu fór ég til pabba yfir jólin. Þegar ég ,eða réttara sagt við (ég og Hildur) komum suður fórum við beint í skötuveislu heima hjá pabba. Hún var mjög skemmtileg fyrir utan skötuna reyndar , mér finnst skata ekki svo góð. Ég vakti til ...ég man ekki til hvað en ég vakti allavega mjög lengi. Sleeping

22. Desember var svona hálfgert aðventukvöld í kirkjunni sem var kallað ,, Syngjum jólin inn'' .Whistling Það var mjög skemmtilegt og fræðandi og kórinn var geðveikt flottur.

Á aðfangadagsmorgun vaknaði ég við jólateiknimyndirnar í sjónvarpinu og að Hafdís var að snyrta Hildi.

Í Hádeginu borðuðum við Jólagrautinn (sem mann var búið að dreyma um allt árið)og rúgbrauð með síld og margt fleira.

Um kvöldið fórum við í messu sem var frábær og svo fórum við heim að borða .

Þegar við komum heim þurftum við að hafa allan matinn til og setja hann á borðið svo fórum við að borða . Í matinn var : Hamborgarahryggur , sveppasósa, Marshmellows-salat, brúnaðar kartöflur, stiks og sérrí-frómas í eftirrétt.

Þegar við vorum að borða sagði pabbi allt í einu ,, Nei Sjáið " og þá litum við öll út um gluggann og þar var kominn jólasnjór. W00t

Svo opnuðum við pakkana og ég fékk : húfur, trefil, kuldaskó, eyrnalokka, ilmvötn, maskara, og margt fleira .

WinkSvo fórum við bara upp í rúm og höfðum það kósí.

Um áramótin var ég hjá mömmu og Nonna .

Á gamlárskvöld var veisla heima hjá okkur . Í hana mætti öll fjölskyldan hans Nonna og hún var mjög skemmtileg.

Svo fórum við öl út að sprengja og Halo,,GLEÐILEGT NÝTT ÁR .´'

Á þrettándanum var ég Kanínan í Lísu í undralandi . Ég fór út að sníkja með Jóhönnu, Ragnhildi, Margréti ,Særós ,Sigríði, Blómey og mörgum öðrum.

Svona voru´hatíðirnar mínar Smile.


ÉG EFTIR 20 ÁR!!!!!!!!!!!!!

Sko það eina sem ég veit pottþétt er að eftir tuttugu ár verð ég 32 ára meira veit ég ekki Wink

En ég get giskað og látið mig dreyma um þennan tíma .

Draumurinn minn er að ná langt í tónlistabransanumWhistling ,þá er ég ekki að meina þú veist verða jafn fræg og Mikcel JaksonGrin , en samt ná langt (allavega ná að taka upp eina plötuCool )

Eftir tuttugu ár verð ég vonandi komin með fjölskyldu .Næla mér í einn kall Smile og eignast kannski börn.

Ég ÆTLA mér að fara í Menntaskóla og Háskóla , (kannski Listaháskólann en er ekki viss).

Ef ég verð ekki í tónlistabransanum ætla ég allavega að mennta mig vel og vera góð manneskjaLoL . Ég veitað svona draumar eru draumar margra stelpna Blushen ég ætla að eltast við þennan draum.

En framtíðin er bara óskrifað blað og það sem gerist gerist bara.Wizard


DAGUR Í LÍFI AGNESAR

Ég er alltaf vakin kl 7:15 en ég vakna alltaf svona um 7:30 .

Þá fer ég fram úr rúminu og geri Bara þá venjulegu hluti sem skólabörn gera á morgnana eins og að borða morgunmat , bursta tennur og bla bla bla. Wink

Þá fer ég í skólann , hann byrjar kl 8:10 en vanalega mæti ég klukkan 8:00 til þess að  spjalla við krakkana .

Fyrsti tíminn í skólanum er alltaf erfiðastur því þá er ég ennþá að vakna en næstu tímar eru mjög skemmtilegir .

"skólinn er bara skemmtilegur yfir höfuð"

Eftir skóla fer ég heim og fæ mér oftast eitthvað að nasla.

Svo fer ég bara að leika mér SmileCool

Á þriðjudögum og fimmtudögum fer ég reyndar í blak , og á miðvikudögum í tónlistartíma.

Í frítímunum mínum les ég eða spila á gítarinn minn ,(ég elska tónlist ).

Annars er ég bara ósköp venjuleg stelpa CoolW00t

BESTU KVEÐJUR AGNES WinkJoyfulKissing

 


Ég og fjölskyldan mín

Ég er heiti Agnes , er stelpa og á heima á Þingeyri .Cool

SmileÉg er 12 ára gömul og áhugamál mín eru tónlist ,blak og íþróttir .Wink

Mamma mín heitir Rakel og stjúppabbi minn heitir Jón ég á litla systur sem heitir Hanna og aðra stóra sem heitir Hildur .

Hanna er 6 ára og er nýbyrjuð´í fyrsta bekk henni finnst mjög gaman í skólanum og er dugleg að læra.Tounge

Hildur er 18 ára og er í Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra hún er að læra málafræði og er mjög góð í að tala önnur tungumál GrinW00t

Mamma og Nonni (Jón) eru bæði kennarar í skólanum mínum og Nonni er líka að vinna í Whistlingsundlauginni og slökkviliðinu.Happy

Pabbi minn heitir Sólmundur og á heima í Keflavík hann vinnur í tölvufyrirtæki sem heitir Dakota og þar vinnur hann við að hanna heimasíður fyrir allskonar fyrirtæki.

Stjúpmamma mín heitir Hafdís og  besta stjúpa sem hægt er að hafa hún er alls ekkert vond eins og í ævintýrunum.

Svo á ég líka fóstur systur sem er 4 ára og hún er algjör dúlla.Halo

Þetta er fjölskyldan mín en ég á líka bestu vinkonur þær heita Margrét , Ragnhildur og Jóhanna.

 

KV Agnes

 


Lífið á þingeyri vs. lífið í Bænum.

Lífið á Þingeyri er mjög ólíkt lífinu í bænum.

Ég er samt ekki að segja að Þingeyringar búi í snjóhúsum og éti hrátt selkjöt ( haha ) Grinég meina að það er svo öðruvísi að búa í borg og að búa í þorpi . Þeir sem búa í bænum hafa aðgang að svo miklu : búðum , íbúðum , húsum , ofl. Þetta eru kostirnir við borgir og fleira til Joyful.Kostirnir við Þingeyri eru að það er mjög oft þögn og ekki eins mikil bílatraffík og í bænum , útsýnið er frábært og hér þekkja eiginlega allir alla . Wink

Grunnskólinn á Þingeyri er alls ekki stór ,það eru 47 krakkar í honum en það er alltaf gaman í þessum skóla Smile Svo er líka Blak , tónlistarskóli og Fótbolti Það er alltaf gaman í þessu Smile.

 Gallarnir við Reykjavík eru að það er mjög mikil umferð og margir keyra mjög hratt Frown .Það er heldur aldrei eða allavega mjög sjaldan alveg þögnErrm

Gallarnir við Þingeyri eru að Það er ekki eins mikill aðgangur að öllu eins og í Bænum en :

 

 Heartmér finnst best á ÞingeyriHeart

 


Velkomin á Bloggið mitt

hæ hæ

Á þessari síðu er ég aðallega að blogga fyrir skólann minn í tölvufræði(einu sinni í viku).

Vonast til að þér líki þetta og takk fyrir að kíkja á þetta .

kveðja Agnes Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband