Jólin Mín 2009

Í jólafríinu mínu fór ég til pabba yfir jólin. Þegar ég ,eða réttara sagt við (ég og Hildur) komum suður fórum við beint í skötuveislu heima hjá pabba. Hún var mjög skemmtileg fyrir utan skötuna reyndar , mér finnst skata ekki svo góð. Ég vakti til ...ég man ekki til hvað en ég vakti allavega mjög lengi. Sleeping

22. Desember var svona hálfgert aðventukvöld í kirkjunni sem var kallað ,, Syngjum jólin inn'' .Whistling Það var mjög skemmtilegt og fræðandi og kórinn var geðveikt flottur.

Á aðfangadagsmorgun vaknaði ég við jólateiknimyndirnar í sjónvarpinu og að Hafdís var að snyrta Hildi.

Í Hádeginu borðuðum við Jólagrautinn (sem mann var búið að dreyma um allt árið)og rúgbrauð með síld og margt fleira.

Um kvöldið fórum við í messu sem var frábær og svo fórum við heim að borða .

Þegar við komum heim þurftum við að hafa allan matinn til og setja hann á borðið svo fórum við að borða . Í matinn var : Hamborgarahryggur , sveppasósa, Marshmellows-salat, brúnaðar kartöflur, stiks og sérrí-frómas í eftirrétt.

Þegar við vorum að borða sagði pabbi allt í einu ,, Nei Sjáið " og þá litum við öll út um gluggann og þar var kominn jólasnjór. W00t

Svo opnuðum við pakkana og ég fékk : húfur, trefil, kuldaskó, eyrnalokka, ilmvötn, maskara, og margt fleira .

WinkSvo fórum við bara upp í rúm og höfðum það kósí.

Um áramótin var ég hjá mömmu og Nonna .

Á gamlárskvöld var veisla heima hjá okkur . Í hana mætti öll fjölskyldan hans Nonna og hún var mjög skemmtileg.

Svo fórum við öl út að sprengja og Halo,,GLEÐILEGT NÝTT ÁR .´'

Á þrettándanum var ég Kanínan í Lísu í undralandi . Ég fór út að sníkja með Jóhönnu, Ragnhildi, Margréti ,Særós ,Sigríði, Blómey og mörgum öðrum.

Svona voru´hatíðirnar mínar Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband